Einfaldaðu vinnuna þína, lifðu til fulls og vertu frjáls

Margrét Björk Svavarsdóttir

Margrét Björk Svavarsdóttir er stofnandi og eigandi Akasíu ráðgjafar. Hún starfar sem stjórnunarráðgjafi og hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun. Hún hefur m.a haldið námskeið og fyrirlestra þar sem hún kennir og þjálfar starfsfólk og stjórnendur til að ná betri tökum á eigin starfi.

Margrét er með MSc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstarfræði frá Tækniháskólanum. Hún er lærður markþjálfi og viðurkenndur þjálfari og ráðgjafi frá fyrirtækinu Work Simply í Bandaríkjunum.

Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, verið fjármálastjóri Tækniháskólans, framkvæmdastjóri Brauðsölunnar og hefur starfað við verksmiðjustjórn og innkaup hjá Vífilfelli svo fátt eitt sé nefnt.

Í gegnum störf mín hef ég öðlast mikla reynslu á sviði reksturs og starfsmannahalds. Ég hef reynslu af góðum árum og erfiðum niðurskurðarárum í fjármála- og mannauðsstjórnun. Ég hef mætt alskonar áskorunum sem stórnandi, ég hef reynslu að því að leiða teymi, leysa erfið og flókin starfsmannamál, innleitt breytingar og stýrt stórum verkefnum. Ég hef leitt margskonar vinnu- og samstarfshópa, stýrt stefnumótun, haldið íbúaþing og komið nýjum aðferðum og verkefnum í framkvæmd með skýrum boðleiðum og verkferlum.

Í frístundum stunda ég hlaup og hef gert um árabil. Ég hef hlaupið 8 maraþon en til þess að geta hlaupið slík hlaup þarf markmiðasetningu, útsjónarsemi, skipulagningu, þrautseigju og þann hæfileika að gefast ekki upp og missa aldrei sjónar á markmiðinu.

Í vinnu með mér skora ég á þig og hjálpa þér að finna þína styrkleika og hafa vissu fyrir því að þú ert á réttri vegferð.

Lilja Gunnarsdóttir

 

Ég er viðskiptafræðingur með MSc í stjórnun og stefnumótun, með diplóma í opinberri stjórnsýslu og ACC vottaður markþjálfi. Til að viðhalda og bæta við þekkingu mína hef ég sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur sem aðallega tengjast markþjálfun, Lean, gæðamálum og hverju öðru sem stuðlar að því að bæta lífið og tilveruna hvort heldur er í starfi eða leik.

Ég starfa sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi. Ég hef einnig kennt á tölvu- og bókhaldsnámskeiðum en mín helstu verkefni í gegnum tíðina hafa tengst mannauðs- og kjaramálum, fjármálum, ferlum, áhættumati, gæðamálum og þjónustu. Ég er núverandi formaður og fyrrverandi gjaldkeri ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó: Lengi getur gott batnað.

Hvaðan er nafnið

Akasia e. Acacia?

Acacia eða Akasia er nafn á tréi. Þetta tré vex í þremur heimsálfum og lítur út eins og regnhlíf og veitir skjól fyrir brennandi sól og er þannig bjargvættur marga dýra. Tréið gefur af sér ýmsar afurðir til lækninga. Það er því við hæfi að nefna ráðgjafafyrirtæki eftir þessu merkilega tréi með von um að nafnið gefi eins og tréð gæfu og hamingju til betra lífs.